Setning Sæluviku Skagfirðinga fer fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 13:00. Á dagskrá er afhending Samfélagsverðlauna Skagafjarðar, Vísnakeppni Safnahússins og formleg opnun sameiginlegrar myndlistarsýningar Sólon myndlistarfélags. Tónlistarflutningur í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar. Kaffi og terta í boði fyrir gesti. Verið velkomin í Safnahúsið!