Frjálsíþróttakrakkarnir okkar í Tindastól og Smára ætla að leggja land undir fót í sumar og fara og keppa á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð. Til þess þurfa þau að safna sér og nú ætla þau að vera með vöfflukaffi í félagsheimili Rípurhrepps þann 1. maí. Einnig verða þau með kökubasar, svo hægt verður að koma og taka með sér ljúffengar tertur og kaffibrauð heim.